Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 22:48 Kjósendur í Indianapolis í Indiana-ríki eru klárir í slaginn. AP Photo/Darron Cummings Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24