Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 22:48 Kjósendur í Indianapolis í Indiana-ríki eru klárir í slaginn. AP Photo/Darron Cummings Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24