Sakborningur aðstoðaði við að sviðsetja mannslátið á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 14:09 Frá vettvangi á Ólafsfirði í byrjun október. Vísir Fjögur hafa enn stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mannsláti í íbúðarhúsi á Ólafsfirði í byrjun október. Vafi er á um hvort karlmanninum á fimmtugsaldri hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara.
Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01