Biden segir tvö hræðileg ár framundan gangi spár eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 20:59 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er með dökka framtíðarsýn gangi spár eftir fyrir þingkosningarnar þar í landi. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki mjög spenntur fyrir næstu tveimur árum gangi spár fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar eru í dag eftir. Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Hrækti framan í lögregluþjón Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Hrækti framan í lögregluþjón Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48