„Pabbi var að lemja mömmu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:03 Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og lýstu því öll að hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Vísir Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira