Segir upp ellefu þúsund manns Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 12:03 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta. EPA/MICHAEL REYNOLD Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira