Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 15:19 Surovkin er hér lengst til hægri á myndinni. Við hlið hans er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, en Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, er langst til vinstri. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Þetta kom fram á fundi Surovkin og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, um klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Fregnir höfðu borist af því í morgun að Úkraínumenn hefðu mögulega unnið mikinn sigur gegn Rússum norður af Kherson-borg og að þeir hafi sótt fram í héraðinu úr nokkrum áttum. Sjá einnig: Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Hér má sjá myndband frá því í dag þegar Surovkin lagði til við Shoigu að Rússar hörfuðu yfir ána. Moment Surovikin and Shoygu admit defeat in the Kherson direction and announce the withdrawal of troops. pic.twitter.com/10UZgVuIcm— Dmitri (@wartranslated) November 9, 2022 Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Hingað til hafa Úkraínumenn sagt að ekkert fararsnið hafi verið á Rússum og hafa ráðamenn í Úkraínu óttast að Rússar hafi ætlað að laða úkraínska hermenn í gildru. Ef satt reynist er um mikilvægan hernaðarsigur að ræða fyrir Úkraínu og sömuleiðis mikinn táknrænan sigur. Ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, segir Úkraínumenn enn ekki sjá að Rússar ætli sér að hörfa án átaka um Kherson. Rússar séu enn að byggja upp varnir í borginni og hafi frekari liðsauka tilbúinn. Actions speak louder than words. We see no signs that Russia is leaving Kherson without a fight. A part of the ru-group is preserved in the city, and additional reserves are charged to the region. is liberating territories based on intelligence data, not staged TV statements.— (@Podolyak_M) November 9, 2022 Fáar brýr í boði Gera má ráð fyrir að undanhaldið muni taka nokkra daga og að Úkraínumenn muni reyna að ráðast á hersveitir Rússa og breyta skipulögðu undanhaldi í almennan flótta, sambærilegt því sem gerðist í Kharkví-héraði fyrr í haust. Örfáar brýr yfir Dnipro eru enn uppistandandi en Rússar hafa verið að notast við flotbrýr og ferjur til að ferja birgðir og liðsauka á vesturbakkann. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi til að gera þessa flutninga erfiða. Það er því óljóst hversu auðvelt það verður fyrir Rússa að flytja hersveitir sínar og þungavopn yfir Dnipro. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Kherson-héraði á meðfylgjandi korti hugveitunnar Institute for the study of war frá því í gær. Southern Axis Update:#Russian forces continued defensive preparations in #Kherson Oblast on November 8. #Ukrainian forces continued their interdiction campaign against Russian concentration areas in Kherson Oblast on November 7 and 8.https://t.co/E3NOo1md77 pic.twitter.com/z6YdlWu0qW— ISW (@TheStudyofWar) November 9, 2022 Leppstjóri dó í bílslysi Samhliða fregnum af framsókn Úkraínumanna í Kherson í morgun, bárust fregnir af því að Kiril Stremousov, einn af leppstjórum Rússa í héraðinu, hefði dáið í bílslysi. Sá var Úkraínumaður sem var ötull talsmaður Rússa á svæðinu. Hann sagði í síðustu viku að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu flýja frá austurbakkanum og vakti athygli að á myndbandsyfirlýsingu hans mátti sjá að hann var í bíl og að bíllinn virtist fullur af farangri. Sjá einnig: Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Stremousov var eftirlýstur af Úkraínumönnum fyrir landráð. Sex vikur eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu og var Kherson þeirra á meðal. Brotthvarf Rússa frá vesturbakkanum þýðir að Úkraínumenn geta notað langdrægustu vopn sín til að gera árásir á mikilvæg skotmörk eins og lestarstöðvar og birgðastöðvar á Krímskaga. Also keep in mind that parts of Crimea will be within GMLRS range once Russia abandons the right bank. A number of railway stations, ammunition depots, and other logistics points will be within HIMARS range as well. 6/ pic.twitter.com/31zji74sQK— Rob Lee (@RALee85) November 9, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Surovkin og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, um klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Fregnir höfðu borist af því í morgun að Úkraínumenn hefðu mögulega unnið mikinn sigur gegn Rússum norður af Kherson-borg og að þeir hafi sótt fram í héraðinu úr nokkrum áttum. Sjá einnig: Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Rússar hafa um nokkurra vikna skeið gefið í skyn að þeir ætli að hörfa frá vesturbakka Dnipro og þar með Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Hér má sjá myndband frá því í dag þegar Surovkin lagði til við Shoigu að Rússar hörfuðu yfir ána. Moment Surovikin and Shoygu admit defeat in the Kherson direction and announce the withdrawal of troops. pic.twitter.com/10UZgVuIcm— Dmitri (@wartranslated) November 9, 2022 Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sínar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Hingað til hafa Úkraínumenn sagt að ekkert fararsnið hafi verið á Rússum og hafa ráðamenn í Úkraínu óttast að Rússar hafi ætlað að laða úkraínska hermenn í gildru. Ef satt reynist er um mikilvægan hernaðarsigur að ræða fyrir Úkraínu og sömuleiðis mikinn táknrænan sigur. Ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, segir Úkraínumenn enn ekki sjá að Rússar ætli sér að hörfa án átaka um Kherson. Rússar séu enn að byggja upp varnir í borginni og hafi frekari liðsauka tilbúinn. Actions speak louder than words. We see no signs that Russia is leaving Kherson without a fight. A part of the ru-group is preserved in the city, and additional reserves are charged to the region. is liberating territories based on intelligence data, not staged TV statements.— (@Podolyak_M) November 9, 2022 Fáar brýr í boði Gera má ráð fyrir að undanhaldið muni taka nokkra daga og að Úkraínumenn muni reyna að ráðast á hersveitir Rússa og breyta skipulögðu undanhaldi í almennan flótta, sambærilegt því sem gerðist í Kharkví-héraði fyrr í haust. Örfáar brýr yfir Dnipro eru enn uppistandandi en Rússar hafa verið að notast við flotbrýr og ferjur til að ferja birgðir og liðsauka á vesturbakkann. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi til að gera þessa flutninga erfiða. Það er því óljóst hversu auðvelt það verður fyrir Rússa að flytja hersveitir sínar og þungavopn yfir Dnipro. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Kherson-héraði á meðfylgjandi korti hugveitunnar Institute for the study of war frá því í gær. Southern Axis Update:#Russian forces continued defensive preparations in #Kherson Oblast on November 8. #Ukrainian forces continued their interdiction campaign against Russian concentration areas in Kherson Oblast on November 7 and 8.https://t.co/E3NOo1md77 pic.twitter.com/z6YdlWu0qW— ISW (@TheStudyofWar) November 9, 2022 Leppstjóri dó í bílslysi Samhliða fregnum af framsókn Úkraínumanna í Kherson í morgun, bárust fregnir af því að Kiril Stremousov, einn af leppstjórum Rússa í héraðinu, hefði dáið í bílslysi. Sá var Úkraínumaður sem var ötull talsmaður Rússa á svæðinu. Hann sagði í síðustu viku að líklegt væri að rússneskir hermenn myndu flýja frá austurbakkanum og vakti athygli að á myndbandsyfirlýsingu hans mátti sjá að hann var í bíl og að bíllinn virtist fullur af farangri. Sjá einnig: Fjarlægðu rússneska fánann af ráðhúsinu í Kherson og sagðir líklegir til að hörfa Stremousov var eftirlýstur af Úkraínumönnum fyrir landráð. Sex vikur eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu og var Kherson þeirra á meðal. Brotthvarf Rússa frá vesturbakkanum þýðir að Úkraínumenn geta notað langdrægustu vopn sín til að gera árásir á mikilvæg skotmörk eins og lestarstöðvar og birgðastöðvar á Krímskaga. Also keep in mind that parts of Crimea will be within GMLRS range once Russia abandons the right bank. A number of railway stations, ammunition depots, and other logistics points will be within HIMARS range as well. 6/ pic.twitter.com/31zji74sQK— Rob Lee (@RALee85) November 9, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24