Fótbolti

Hlín sú eina sem komst á lista yfir bestu leik­menn deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlín átti mjög gott tímabil.
Hlín átti mjög gott tímabil. Piteå

Hlín Eiríksdóttir var eini íslenski leikmaðurinn sem komst á lista yfir 50 bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Twitter-síðan Damallsvenskan Nyheter fjallar eingöngu um úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð og birti síðan topp 50 lista nú nýverið eftir að tímabilinu lauk. 

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, er eini Íslendingurinn sem kemst á listann. Þessi kraftmikli vængmaður er í 40. sæti. Hún byrjaði alla 26 leiki liðsins á liðnu tímabili, skoraði tíu mörk og gaf eina stoðsendingu.

„Íslendingurinn hefur átt gott tímabil og var stór þáttur í góðu gengi Piteå á tímabilinu. Hún er einkar örugg á vítapunktinum og býr yfir skallafærni sem fáir aðrir leikmenn á hennar aldri hafa. Ætti að vera enn betri á næsta ári,“ segir í umsögn Hlínar.

Athygli vekur að Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Svíþjóðarmeistara Rosengård, komst ekki á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×