Skrekkur er hæfileikakeppni fyrir grunnskóla í Reykjavík og hefur keppnin verið haldin um árabil. Keppnin fer að þessu sinni fram á fjölum stóra sviðs Borgarleikhússins. 195 ungmenni úr Reykjavík tóku þátt í kvöld en 614 unglingar úr 24 skólum taka þátt í keppninni.
Skólarnir sem kepptu í gær voru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Dalskóli, Hólabrekkuskóli, Landakotsskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Ölduselsskóli. Eins og fyrr segir voru það atriði Austurbæjarskóla sem bar nafnið „Kemur í ljós“ og atriði Árbæjarskóla, „Svið lífsins“ sem komust áfram í úrslitin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Úrslit Skrekks fara fram 14. Nóvember næstkomandi en Fellaskóli, Hagaskóli, Seljaskóli, Sæmunarskóli, Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli hafa nú tryggt sér sæti í úrslitum.