Innlent

Reyndu að hlaupa undan og fela sig í garði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin var heldur róleg hjá lögreglu.
Nóttin var heldur róleg hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem gærkvöldið og nóttin hafi verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má yfirlit yfir verkefnin á svæðinu.

Í póstnúmerinu 113 var lögregla kölluð til vegna pars sem var að brjótast inn í bifreiðar. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndi annar einstaklingurinn að stinga af á tveimur jafnfljótum en náðist. Hinn leitaði skjóls í nálægum garði en fannst. Parið var með ætlað þýfi í fórum sínum og var vistað í fangageymslu.

Vestar í borginni barst lögreglu tilkynning um rásandi akstur bifreiðar sem var ítrekað ekið utan í kant. Lögreglu tókst að hafa uppi á bifreiðinni og var ökumaðurinn talinn vera undir áhrifum áfengis. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið við verslun í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Svo virðist sem gerandinn hafi komist yfir greiðslukort brotaþola og notað það í annarri verslun skammt rá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×