Hafa áhyggjur af frumvarpi um aukna lausasölu lyfja og benda meðal annars á tíðni parasetamóleitrana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:11 Svíar hafa bannað lausasölu parasetamóls. Parasetamóleitranir eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum en 542 slíkar eitranir áttu sér stað á Íslandi á árunum 2010 til 2017. Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Algengasta orsök eitrana eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna með lyfinu en fylgni er milli aðgengis að lyfinu og aukinnar tíðni sjálfsvígstilrauna. Þetta kemur fram í umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp sem kveður á um breytingar á sölu lausasölulyfja. Eins og sakir standa hefur Lyfjastofnun heimild til að veita almennum verslunum á svæðum þar sem ekki eru starfræktar lyfjaverslanir undanþágu til að selja lyf. Í umsögn Lyfjastofnunar segir að ef frumvarpið yrði samþykkt neyddist stofnunin til að endurskoða áhættumat sitt á þeim lyfjum sem stofnunin telur að sé óhætt að selja í almennum verslunum, meðal annars með tilliti til dæmisins hér fyrir ofan. „Þann 1. nóvember 2015 bönnuðu Svíar lausasölu parasetamóls taflna í almennum verslunum vegna gríðarlegrar aukningar á parasetamóleitrunum og að lyfið tengdist sjálfsvígstilraunum ungra stúlkna. Talið var að aukið aðgengi lyfjanna í almennum verslunum hefði orsakað aukninguna,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að með samþykkt frumvarpsins sé fyrirsjáanlegt að þjónustustigið úti á landi muni skerðast. „Þetta getur veikt þá lyfjafræðilegu þjónustu sem til staðar er úti á landi þar sem veltan mun minnka hjá þeim lyfjabúðum og lyfjaútibúum sem fyrir eru,“ segir í umsögninni en á landsbyggðinni séu reknar 25 lyfjaverslanir og 27 lyfjaútibú. Ljóst sé að eftirliti Lyfjastofnunar með almennum verslunum séu takmörk sett. Lyfjastofnun telji að aðgengi að sölustöðum lyfja í þéttbýli sé fullnægjandi og að frekari útvíkkun á ákvæði lyfjalaga um sölu lyfja í almennum verslunum kunni að leiða til skerðingar á faglegri þjónustu á landsbyggðinni.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira