Viðskipti innlent

Tæp­lega níu þúsund laus störf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Laus störf á Íslandi eru 8.790 talsins.
Laus störf á Íslandi eru 8.790 talsins. Vísir/Vilhelm

Á íslenskum vinnumarkaði eru 8.790 laus störf á þriðja ársfjórðungi ársins. Á sama tíma eru 233.777 störf mönnuð sem þýðir að 3,6 prósent starfa eru laus. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu. Á öðrum ársfjórðungi ársins var hlutfall lausra starfa 5,2 prósent og lækkar því um 1,6 prósentustig. Hlutfall lausra starfa var svipað fyrir ári síðan eða 3,8 prósent. Fjöldi mannaðra starfa hefur aukist um 12.560 milli ára.

Hlutfall lausra starfa er hæst í byggingariðnaði, 9,3 prósent, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi, 6,6 prósent, og rekstri veitinga- og gististaða, 5,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×