Harpa er með M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Síðustu tíu ár hefur hún starfað í markaðsmálum.
„Ég er virkilega spennt að byggja upp vörumerkið hjá Pizzunni. Það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan. Ég sé mikil tækifæri fyrir þetta rótgróna en skemmtilega vörumerki og ég hlakka til að leiða markaðsmálin gegnum þær breytingar. Mikilvægasta verkefnið er að koma vefsíðunni okkar í lag og bæta upplifun okkar viðskiptavina í pöntunarferlinu, en eins og mörg hafa eflaust tekið eftir tók síðan nýverið breytingum sem voru því miður ekki til batnaðar. Það er ný síða í vinnslu og við erum spennt að kynna hana fyrir viðskiptavinum okkar,“ er haft eftir Hörpu í tilkynningu.