Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:05 James Maddison, miðjumaður Leicester, fékk mjög góðar fréttir frá Gareth Southgate í dag. Getty/Charlotte Wilson Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira