Fagnaði marki mótherjanna á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 16:30 Leikmenn Spánar fagna hér hæfilega stórum sigri á Þýskalandi. Getty/Filip Filipovic/ Enn á ný komu upp stórundarlegar aðstæður á stórmóti í handbolta þegar Spánn og Þýskaland spiluðu í lokaleik sínum í riðlinum á HM kvenna í handbolta í gær. Reglurnar urðu til þess að spænsku stelpurnar klikkuðu viljandi á skoti undir lokin og einn leikmaður spænska liðsins fagnaði síðan með báðum höndum upp í loft þegar Þjóðverjar skoruðu í sókninni á eftir. Ástæðan fyrir þessu er að spænska liðið varð að vinna leikinn en mátti ekki vinna hann með meira en tveimur mörkum. Her jubler hun for baklengsmål https://t.co/o2ebev36Wc— VG Sporten (@vgsporten) November 10, 2022 Spænska liðið var 23-20 yfir í leiknum þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en þá tapa þær þýsku boltanum. Þessi úrslit hefðu þýtt að Spánn færi án stiga inn í milliriðilinn og þær þýsku væru á leiðinni heim af EM. Spánverjinn Jennifer Guttiérez tók þá ákvörðun að þruma boltanum fram hjá marki Þýskalands. Þýsku stelpurnar brunuðu í sókn og náðu að skora. Spænski leikmaðurinn Paula Argos fagnaði marki mótherja sinna áður en hún áttaði sig og hætti því skyndilega. Úrslitin urðu því tveggja marka sigur Spánar og bæði lið gátu fagnað í leikslok. Spánn fær stigin úr þessum leik með sér inn í milliriðil en það var pólska liðið sem tapaði. Pólska liðið hefði farið áfram með tvö stig ef þær spænsku hefðu unnið leikinn með þremur mörkum. Nú eru þær pólsku aftur á móti á leiðinni heim. Svartfjallaland vann alla leiki sína í riðlinum en liðið fór því inn í milliriðilinn með fullt hús. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Reglurnar urðu til þess að spænsku stelpurnar klikkuðu viljandi á skoti undir lokin og einn leikmaður spænska liðsins fagnaði síðan með báðum höndum upp í loft þegar Þjóðverjar skoruðu í sókninni á eftir. Ástæðan fyrir þessu er að spænska liðið varð að vinna leikinn en mátti ekki vinna hann með meira en tveimur mörkum. Her jubler hun for baklengsmål https://t.co/o2ebev36Wc— VG Sporten (@vgsporten) November 10, 2022 Spænska liðið var 23-20 yfir í leiknum þegar fimmtíu sekúndur voru eftir en þá tapa þær þýsku boltanum. Þessi úrslit hefðu þýtt að Spánn færi án stiga inn í milliriðilinn og þær þýsku væru á leiðinni heim af EM. Spánverjinn Jennifer Guttiérez tók þá ákvörðun að þruma boltanum fram hjá marki Þýskalands. Þýsku stelpurnar brunuðu í sókn og náðu að skora. Spænski leikmaðurinn Paula Argos fagnaði marki mótherja sinna áður en hún áttaði sig og hætti því skyndilega. Úrslitin urðu því tveggja marka sigur Spánar og bæði lið gátu fagnað í leikslok. Spánn fær stigin úr þessum leik með sér inn í milliriðil en það var pólska liðið sem tapaði. Pólska liðið hefði farið áfram með tvö stig ef þær spænsku hefðu unnið leikinn með þremur mörkum. Nú eru þær pólsku aftur á móti á leiðinni heim. Svartfjallaland vann alla leiki sína í riðlinum en liðið fór því inn í milliriðilinn með fullt hús.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira