Samstarf

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Kringlan
Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og sýndi honum framkvæmdirnar á hæðinni.
Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og sýndi honum framkvæmdirnar á hæðinni.

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Klippa: Þriðja hæð Kringlunnar endurgerð

Þessi risa framkvæmd hefur verið tvö ár í vinnslu og felur í sér algjöra umbyltingu á 3. hæð hússins. Í raun ná breytingarnar yfir svæðið frá bílastæðunum austan megin Kringlunnar við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins.

Markmiðið með breytingunum er að búa til nýjan áfangastað í Kringlunni sem lifir sjálfstæðu lífi. Opnunartími hæðarinnar verður lengri en hefðbundinn opnunartími Kringlunnar og áhersla verður lögð á mat, afþreyingu og heilsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×