Umfjöllun og myndir: Ísland - Georgía 85-88 | Georgíumenn unnu vítaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:30 Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson trúði ekki sínum eigin augum þegar Sigtryggur Arnar Björnsson fékk ekki þrjú vítaskot á ögurstundu. vísir/vilhelm Vonir íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um að komast á HM 2023 dvínuðu verulega eftir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar unnu fyrstu þrjá heimaleiki sína í undankeppninni, þar af tvo í framlengingu, en tókst ekki að draga enn eina kanínuna upp úr hattinum í enn einum spennuleiknum í kvöld. Eftir frábæran 3. leikhluta Íslands náði Georgía frumkvæðinu á nýjan leik. Gestirnir náðu smá forskoti en Íslendingar gáfust ekki upp og lokakaflinn var æsispennandi. Hann fór að miklu leyti fram á vítalínunni þar sem Georgíumenn sýndu fádæma öryggi. Þeir hittu úr 25 af þrjátíu vítum sínum en Íslendingar úr þrettán af 24 vítum. Þessi ellefu víti sem fóru í súginn reyndust dýr. Tryggvi Snær Hlinason í vígahug.vísir/vilhelm Tryggvi Snær Hlinason átti sérstaklega erfitt uppdráttar á vítalínunni. Þegar ellefu sekúndur voru eftir og munurinn aðeins tvö stig, 84-86, var brotið á honum. Það má setja stórt spurningarmerki við að Tryggvi hafi verið inni á vellinum á þessu augnabliki og enn stærra við að hann hafi fengið boltann í þessari stöðu. Hann setti fyrra vítið ofan en klikkaði á því seinna. Í kjölfarið jók Duda Sanadze muninn í þrjú stig, 84-87. Ísland fór í sókn og brotið var Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja stiga skoti að mati að Íslendinga, en dómararnir voru ekki á sama máli. Sigtryggur hitti úr fyrra vítinu, klikkaði viljandi á því seinna en Tornike Shengelia, langbesti maður vallarins, tók frákastið, skoraði úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna og leiktíminn rann út. Lokatölur 85-88, Georgíu í vil. Tryggvi og Elvar Már Friðriksson mótmæla dómnum örlagaríka.vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska liðinu með nítján stig en skotnýting hans var hræðileg (28 prósent). Ægir Þór Steinarsson skoraði sextán stig og Kári Jónsson þrettán. Tryggvi var með fimmtán stig og tíu fráköst en klúðraði sex vítum. Shengelia var stigahæstur á vellinum með 27 stig og tók auk þess ellefu fráköst. Georgíumenn hittu betur fyrir utan, 38 prósent gegn 33 prósent, og hitnuðu á versta tíma. Þá unnu þeir frákastabaráttuna, 46-36. Ægir byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu sex stig Íslands sem komst í 6-5. Georgía skoraði næstu tíu stig og náði frumkvæðinu sem liðið var með allan fyrri hálfleikinn. Haukur Helgi Pálsson meiddist snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það.vísir/vilhelm Gestirnir voru níu stigum yfir eftir 1. leikhluta, 17-26, þar sem íslenska vörnin var full lek. Hún lagaðist mikið í 2. leikhluta. Okkar menn héldu betur aftur af Thaddus McFadden en fyrir vikið opnaðist meira fyrir Shengelia sem skoraði fjórtán stig í fyrri hálfleik. McFadden var með tólf og þeir tveir því með rúman helming stiga Georgíu. Eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir, 19-29, svöruðu okkar menn með átta stigum í röð og minnkuðu muninn í tvö stig, 27-29. Nær komst íslenska liðið hins vegar ekki í fyrri hálfleik og var sjö stigum undir að honum loknum, 38-45. Lykilmenn Íslands náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik. Elvar og Jón Axel Guðmundsson skoruðu samtals sextán stig en hittu bara úr fimm af sextán skotum sínum. Tryggvi var líka full hlédrægur með sex stig og þrjú fráköst. Þriggja stiga nýting Íslendinga var líka afleit, eða 21 prósent. Hún var reyndar litlu skárri hjá Georgíumönnum (29 prósent). Kristófer Acox skilaði góðu dagsverki; fimm stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum.vísir/vilhelm Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fimm stig hans og Ægir kom okkar mönnum svo yfir í fyrsta sinn frá því í stöðunni 6-5 þegar hann setti niður þrist, 49-48. Sóknarleikur Íslendinga var frábær í 3. leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig og töpuðu boltanum ekki einu sinni. Varnarleikurinn var sömuleiðis sterkur. Ísland komst í 60-53 þegar Kári setti niður þrist en Georgía skoraði átta af síðustu ellefu stigum 3. leikhluta og munurinn að honum loknum var því aðeins þrjú stig, 63-60. Elvar átti erfitt uppdráttar í skotunum.vísir/vilhelm Íslendingar héldu forystunni framan af 4. leikhluta en um miðbik hans snerist dæmið við. Georgíska liðið útfærði sínar sóknir betur á meðan það íslenska átti í vandræðum með að finna góð skot. Ísland átti samt alla möguleika á að vinna leikinn en leikmenn Georgíu voru alltof öruggir á vítalínunni og sigldu naumum sigri í höfn, 85-88. Íslendingar geta ekki leyft sér að gráta tapið sára of lengi því framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínumönnum á mánudaginn. Leiðin á HM er kannski ekki jafn greið og hún hefði verið með tapi en hún er enn fær. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Vonir íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um að komast á HM 2023 dvínuðu verulega eftir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar unnu fyrstu þrjá heimaleiki sína í undankeppninni, þar af tvo í framlengingu, en tókst ekki að draga enn eina kanínuna upp úr hattinum í enn einum spennuleiknum í kvöld. Eftir frábæran 3. leikhluta Íslands náði Georgía frumkvæðinu á nýjan leik. Gestirnir náðu smá forskoti en Íslendingar gáfust ekki upp og lokakaflinn var æsispennandi. Hann fór að miklu leyti fram á vítalínunni þar sem Georgíumenn sýndu fádæma öryggi. Þeir hittu úr 25 af þrjátíu vítum sínum en Íslendingar úr þrettán af 24 vítum. Þessi ellefu víti sem fóru í súginn reyndust dýr. Tryggvi Snær Hlinason í vígahug.vísir/vilhelm Tryggvi Snær Hlinason átti sérstaklega erfitt uppdráttar á vítalínunni. Þegar ellefu sekúndur voru eftir og munurinn aðeins tvö stig, 84-86, var brotið á honum. Það má setja stórt spurningarmerki við að Tryggvi hafi verið inni á vellinum á þessu augnabliki og enn stærra við að hann hafi fengið boltann í þessari stöðu. Hann setti fyrra vítið ofan en klikkaði á því seinna. Í kjölfarið jók Duda Sanadze muninn í þrjú stig, 84-87. Ísland fór í sókn og brotið var Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja stiga skoti að mati að Íslendinga, en dómararnir voru ekki á sama máli. Sigtryggur hitti úr fyrra vítinu, klikkaði viljandi á því seinna en Tornike Shengelia, langbesti maður vallarins, tók frákastið, skoraði úr fyrra vítinu en klikkaði á því seinna og leiktíminn rann út. Lokatölur 85-88, Georgíu í vil. Tryggvi og Elvar Már Friðriksson mótmæla dómnum örlagaríka.vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska liðinu með nítján stig en skotnýting hans var hræðileg (28 prósent). Ægir Þór Steinarsson skoraði sextán stig og Kári Jónsson þrettán. Tryggvi var með fimmtán stig og tíu fráköst en klúðraði sex vítum. Shengelia var stigahæstur á vellinum með 27 stig og tók auk þess ellefu fráköst. Georgíumenn hittu betur fyrir utan, 38 prósent gegn 33 prósent, og hitnuðu á versta tíma. Þá unnu þeir frákastabaráttuna, 46-36. Ægir byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu sex stig Íslands sem komst í 6-5. Georgía skoraði næstu tíu stig og náði frumkvæðinu sem liðið var með allan fyrri hálfleikinn. Haukur Helgi Pálsson meiddist snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það.vísir/vilhelm Gestirnir voru níu stigum yfir eftir 1. leikhluta, 17-26, þar sem íslenska vörnin var full lek. Hún lagaðist mikið í 2. leikhluta. Okkar menn héldu betur aftur af Thaddus McFadden en fyrir vikið opnaðist meira fyrir Shengelia sem skoraði fjórtán stig í fyrri hálfleik. McFadden var með tólf og þeir tveir því með rúman helming stiga Georgíu. Eftir að gestirnir komust tíu stigum yfir, 19-29, svöruðu okkar menn með átta stigum í röð og minnkuðu muninn í tvö stig, 27-29. Nær komst íslenska liðið hins vegar ekki í fyrri hálfleik og var sjö stigum undir að honum loknum, 38-45. Lykilmenn Íslands náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik. Elvar og Jón Axel Guðmundsson skoruðu samtals sextán stig en hittu bara úr fimm af sextán skotum sínum. Tryggvi var líka full hlédrægur með sex stig og þrjú fráköst. Þriggja stiga nýting Íslendinga var líka afleit, eða 21 prósent. Hún var reyndar litlu skárri hjá Georgíumönnum (29 prósent). Kristófer Acox skilaði góðu dagsverki; fimm stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum.vísir/vilhelm Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fimm stig hans og Ægir kom okkar mönnum svo yfir í fyrsta sinn frá því í stöðunni 6-5 þegar hann setti niður þrist, 49-48. Sóknarleikur Íslendinga var frábær í 3. leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig og töpuðu boltanum ekki einu sinni. Varnarleikurinn var sömuleiðis sterkur. Ísland komst í 60-53 þegar Kári setti niður þrist en Georgía skoraði átta af síðustu ellefu stigum 3. leikhluta og munurinn að honum loknum var því aðeins þrjú stig, 63-60. Elvar átti erfitt uppdráttar í skotunum.vísir/vilhelm Íslendingar héldu forystunni framan af 4. leikhluta en um miðbik hans snerist dæmið við. Georgíska liðið útfærði sínar sóknir betur á meðan það íslenska átti í vandræðum með að finna góð skot. Ísland átti samt alla möguleika á að vinna leikinn en leikmenn Georgíu voru alltof öruggir á vítalínunni og sigldu naumum sigri í höfn, 85-88. Íslendingar geta ekki leyft sér að gráta tapið sára of lengi því framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínumönnum á mánudaginn. Leiðin á HM er kannski ekki jafn greið og hún hefði verið með tapi en hún er enn fær.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti