Fréttablaðið greinir frá þessu en Þórður og Arnar vilja 1,5 milljón hvor um sig. Þá krefjast þeir þess að Páll greiði allan málskostnað þeirra og að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Við umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeild Samherja var notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar. Síma hans var stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi. Vill hann meina að honum hafi verið byrlað.
Nafni hans Vilhjálmsson ýjaði að því að blaðamenn Kjarnans væru þeir sem hefðu byrlað skipstjóranum og stolið símanum.
Gagnaöflun málsins er lokið og fer aðalmeðferð fram undir lok febrúarmánaðar. Fréttablaðið segir að einungis muni Þórður, Arnar og Páll gefa skýrslur fyrir dómi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Þórðar og Arnars en Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Páls.