Innlent

Fimm til við­bótar yfir­gefa landið á morgun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þeir fimm sem yfirgefa landið á morgun eru Þjóðverjar en flugu hingað í gegnum Kaupmannahöfn.
Þeir fimm sem yfirgefa landið á morgun eru Þjóðverjar en flugu hingað í gegnum Kaupmannahöfn. getty/boris roessler

Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í morgun greindum við frá því að tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólagengisins Hells Angels í Þýskalandi og Svíþjóð hafi verið vísað frá landi þar sem þeir teljast ógna þjóðaröryggi. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær þegar meðlimirnir komu til landsins. Sjö þeirra komust inn í landið og voru handteknir á Reykjanesbrautinni í gær en fimmtán biðu á flugvellinum eftir að verða vísað úr landi. Allir tuttugu og tveir fóru af landinu í morgun.

Þeir fimm sem lögregla hafði til skoðunar í dag og munu yfirgefa landið í fyrramálið komu hingað til lands með flugi frá Kaupmannahöfn en eru búsettir í Þýskalandi. 


Tengdar fréttir

Öllum tuttugu og tveimur með­limum Hells Angels vísað frá landi

Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×