England barðist hetjulega en liðið spilaði manni færri í klukkutíma eftir að Lydia Thompson var rekin af velli fyrir groddalega tæklingu.
England var með forystuna lengi vel þrátt fyrir að vera manni færri. Nýja-Sjáland kom hins vegar til baka og vann á endanum þriggja stiga sigur, 34-31, fyrir framan svo gott sem fullt hús á Eden Park þar sem sett var áhorfendamet.
A record-breaking crowd for a women's rugby match #NZLvENG | #RWC2021 pic.twitter.com/HfdKczlpY2
— Rugby World Cup (@rugbyworldcup) November 12, 2022
England var sigurstranglegast fyrir mót og þegar komið var í úrslitaleikinn hafði það unnið 30 leiki í röð. Hefði liðið haldist fullmannað allan leikinn hefði England eflaust unnið. Allt kom fyrir ekki og Nýja-Sjáland fagnaði heimsmeistaratitlinum og fékk að launum einn minnsta verðlaunagrip sem sögur fara af.
Genuinely I ate a kebab last night that was bigger than that trophy https://t.co/T6OI4wmvp9
— Tom Garry (@TomJGarry) November 12, 2022
Incredible #RWC2021 | #NZLvENG | @BlackFerns pic.twitter.com/ChVyBZRrCG
— Rugby World Cup (@rugbyworldcup) November 12, 2022
Fréttin hefur verið uppfærð.