Hærri vaxtamunur „ólíklegur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn
![Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.](https://www.visir.is/i/73731F66C636BF1DD6BEB5A3EEC817285C3E6E8DF353E376DFBDC991362D9535_713x0.jpg)
Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/6B2A11CF459ABD877AE5B77F02CA41A1B69106E764CF6DF29A15644AC641D7A9_308x200.jpg)
Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára
Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.