Menning

Nokkrir tímar eftir af uppboðinu og nokkur verk komin yfir verðmat

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Góðgerðarkvöldi Kvennaathvarfsins í Gallerý Fold.
Frá Góðgerðarkvöldi Kvennaathvarfsins í Gallerý Fold. Vísir

Í kvöld lýkur listaverkauppboðinu sem haldið var til styrktar Kvennaathvarfinu. Safnast hafa yfir tíu milljónir með uppboðinu. 

Búið er að bjóða í öll verkin síðustu daga á uppboðsvefnum hjá Gallerý Fold og nokkur þeirra eru komin upp fyrir verðmat. Verk eftir Loja Höskuldsson er til dæmis komið upp í 300.000 þegar þetta er skrifað en var metið á 230.000. 

Uppboð á verkunum byrja að lokast frá klukkan 19:00 í kvöld. Fyrirkomulagið er að uppboð á fyrstu myndinni lokar á slaginu sjö og svo klárast uppboðin á þriggja mínútna fresti þar til allar eru seldar. Hægt er að skoða öll verkin hér á vef uppboðsins

Loji Höskuldsson (f.1987) gerði verkið Blóm í glasi á svampi og er það komið upp í 300.000 á uppboðinu þegar þetta er skrifað.Vísir/Vilhelm

Það er ljóst að margir eru að kaupa list eftir íslenska listamenn og styrkja gott málefni í leiðinni. Safnað er fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Þetta er gott tækifæri til að eignast nokkur málverk undir markaðaverði og verkin eru í öllum verðflokkum

Öll verkin má skoða betur hér á vef uppboðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi.

Þetta verk eftir Kristínu G Gunnlaugsdóttur (1963) er komið langt yfir verðmat.Vísir/Vilhelm
Einstakt verk eftir Baltasar Samper (1938).Vísir/Vilhelm
Verk Tolla nálgast hálfa milljón á uppboðinu þegar fjórar klukkustundir eru eftir.Vísir/Vilhelm
Þetta vatnslitaverk eftir Ragnar Kjartansson (1976) er komið yfir hálfa milljón.Vísir/Vilhelm
Þetta verk eftir Callum Innes (f.1962) er komið yfir 690.000 á uppboðinu.
Eldgamla Ísafold eftir Kristjönu Williams er einstaklega fallegt.Vísir/Vilhelm
Þetta verk eftir Sigurður Guðmundsson (f.1942) mun fara langt yfir verðmati á uppboðinu.Vísir/Vilhelm

Við sögðum frá upphafi þessa uppboðs í kvöldfréttum á dögunum. Allt byrjaði hugmyndin sem afmælisveisla Huldu Ragnheiðar Árnadóttur. Fréttina má sjá hér fyrir neðan.


Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. 

Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 

  • 907-1010- 1.000 krónur
  • 907-1030 -3.000 krónur
  • 907-1050-5.000 krónur

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:

Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700


Tengdar fréttir

Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf

Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×