Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá því að nú fer í hönd háannatími kort-og netsvika. Fólk hefur tapað allt að fimm milljónum bara með því að svara á messenger.

Við fáum myndir af strandi flutningaskips við Hornafjörð en búist er við að það losni í kvöld. 

Segjum frá nýjustu tíðindum úr kosningunum í Bandaríkjum og fylgjumst með fólk búa til jólapeysur úr gömlum peysum. Hittum strák sem sem æfir sig daglega í flughermi í öllum veðrum og aðstæðum. 

Þá segjum við frá Evrópskum kvikmyndamánuði í Bíó Paradís! Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×