„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 19:16 Brynja María Ólafsdóttir er hjá regluvörslu Landsbankans. aðsend/vísir Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“ Netglæpir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“
Netglæpir Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira