Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn: Ekki biðja mig um þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:00 Max Verstappen þakkar Sergio Perez fyrir aðstoðina fyrr á þessu tímabili. Getty/Chris Graythen Heimsmeistarinn í formúlu eitt er búinn að vinna titilinn annað árið í röð en honum virðist vera alveg saman hvernig liðsfélaga hans gengur. Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira