Lífið

10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért popp­stjarna dul­búin sem barna­pía“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Björn Jörundur var sannfærður um það að hin 21 árs gamla Hrafna væri poppstjarna dulbúin sem barnapía.
Björn Jörundur var sannfærður um það að hin 21 árs gamla Hrafna væri poppstjarna dulbúin sem barnapía.

Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu.

Það var saklaus lítil sveitastúlka sem mætti í fyrstu áheyrnarprufurnar og heillaði dómnefnd með laginu Undir þínum áhrifum

„Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía,“ sagði dómarinn Björn Jörundur eftir að Hrafna hafði látið ljós sitt skína með flutningi á laginu Hung Up með Madonnu.

Klippa: Idol ævintýri Hröfnu

Breyttist úr saklausri sveitastúlku í poppstjörnu

Sjálf hafði Hrafna sagt að hún ætti alls ekki von á því að komast alla leið í Vetrargarðinn.

„Ég held þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert sæt og ég held þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert góð söngkona,“ sagði dómarinn Selma Björnsdóttir.

Sjálfstraust Hröfnu jókst hins vegar með hverjum þættinum. Með tímanum breyttist þessi hægláta sveitastúlka í sannkallaða poppstjörnu.

Einvígi Hröfnu Hönnu og Önnu Hlínar

Í úrslitaþættinum atti Hrafna kappi við hina 24 ára gömul Önnu Hlín. Þær spreyttu sig báðar á frumsamda Idol laginu Alla leið eftir Pál Óskar og Örlyg Smára.

Anna Hlín hafði þar að auki flutt lögin Woman in Love og Hlustaðu á regnið. Hrafna hafði tekið lögin Ticket To the Moon og Ég elska þig enn.

Tvær sterkar söngkonur en aðeins ein þeirra myndi feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu og Snorra. Horfðu á myndbrotið hér að neðan til þess að sjá úrslitastundina í Vetrargarðinum árið 2009.

Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2009

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir

13 dagar í Idol: Manst þú eftir fé­lögunum Arnari og Gunnari?

„Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars.

14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér

„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.