Selenskí sakaði Rússa í gærkvöldi um ítrekuð ódæði í borginni og Kherson-héraði. Hann sagði rannsakendur hafa fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosti 400 stríðsglæpi í Kherson.
Sjá einnig: Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson
Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að Kherson sé rússnesk borg, eftir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu fyrr í haust.
Talsmaður Pútíns vildi ekki tjá sig um heimsókn Selenskís til borgarinnar að öðru leyti en að segja að hann væri á rússnesku landsvæði.
The national flag has officially been raised in de-occupied #Kherson.
— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 14, 2022
Video: Presidential Office pic.twitter.com/j5NFFmuavd
Fjölmargir rússneskir hermenn eru sagðir skammt frá Kherson-borg, á austurbakka Dniproár en þar eru Rússar meðal annars með mikið magn stórskotaliðsvopna. Til marks um það heyrðust sprengingar skammt frá þegar Selenskí ávarpaði fólk í borginni í morgun.

Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Kherson eftir að Rússar flúðu þaðan í síðustu viku. Úkraínumenn hafa sagt einhverja rússneska hermenn hafa verið eftir á vesturbakkanum og eru Rússar einnig sagðir hafa skilið eftir sig mikið magn af jarðsprengjum og gildrum.
Sjá einnig: Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp
Kherson-borg er gífurlega mikilvæg hafnarborg og frelsun hennar markar gífurlega mikilvægan sigur fyrir Úkraínumenn. Borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu hernumið frá því þeir hófu innrásina í febrúar.
Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað rúman helming þess landsvæðis sem Rússar höfðu lagt undir sig þegar mest var.
Asked why he came to Kherson Zelensky jokes, "because I wanted a watermelon", before adding that he felt it was important to support the people here despite the risk. pic.twitter.com/7VvsiGuW1p
— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) November 14, 2022