Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:30 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 jafntefli því niðurstaðan. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Afturelding kom sér inn í leikinn eftir um fimm mínútur og náðu tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin voru ÍR-ingar sestir aftur við stýrið og leiddu með einu um stund. Það var mikil barátta í ÍR-liðinu í kvöldVísir: Vilhelm Þegar um fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks leiddu ÍR-ingar með þremur mörkum, 15-12. Þá tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé og reyndi að kveikja neista hjá sínum mönnum. Afturelding minnkaði muninn en ÍR-ingar leiddu með einu marki 17-16 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. ÍR-ingar mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik og héldu eins til tveggja marka forystu þar til um stundarfjórðungur var eftir. Þá jafnaði Afturelding leikinn og kom sér yfir 24-25. ÍR-ingar náðu forystu aftur en misstu leikinn frá sér á síðustu mínútunum. Þegar fimm sekúndur voru eftir tók Gunnar Magnússon aftur leikhlé og stillti upp í lokasóknina sem tryggði Aftureldingu stigið, lokatölur 31-31. Afhverju varð jafntefli? Það var algjörlega lokasóknin hjá Aftureldingu. ÍR-ingar búnir að vera með forystu bróðurpart leiksins en Róbert Snær fékk á sig tveggja mínútna brottvísun og Afturelding gat stillt upp í sjö á fimm. Gunnar Magnússon, tók leikhlé og náði að stilla upp lokasókninni og Igor tryggði þeim stigið. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Freyr Guðmundsson var frábær í liði ÍR með tíu mörk. Viktor Sigurðsson var með sex mörk. Varnarleikur ÍR var mjög góður, spiluðu 5-1 vörn sem virðist vera að smella hjá þeim og klókir að detta niður í 6-0 þegar þurfti. Arnar Freyr var frábær í kvöldVísir: Vilhelm Hjá Aftureldingu voru Blær Hinriksson, Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestir, allir með sex mörk. Hvað gekk illa? Það virtist vera hálfgert vanmat hjá Aftureldingu. Þeir hafa unnið síðustu fimm leiki en frammistaðan í kvöld var langt frá því að vera sú besta. Það var mjög klaufalegt hjá ÍR að missa leikinn frá sér þar sem þeir voru grátlega nálægt því að sækja langþráð þrjú stig. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik mánudaginn 21. nóvember kl 19:30. ÍR-ingar sækja FH heim og Afturelding tekur á móti Selfyssingum. Gunnar Magnússon: „Við vorum ekki 100% klárir í þetta“ Gunnar Magnússon, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöldVísir: Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir jafntefli á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Afturelding var undir nánast allan leikinn en klókindi á síðustu mínútum tryggði þeim stigið. „Hrós á ÍR-ingana, þeir voru frábærir í kvöld og spiluðu ótrúlega vel. Þannig bara hrós á þá, þeir voru virkilega góðir. Að sama skapi þá er ég ekki ánægður með mína menn. Við náum ekki sama orkustigi núna í þennan leik og í varnarleikinn sem hefur verið upp á síðkastið og ég veit ekki afhverju. Þetta er eilífðar barátta sem þjálfari að menn viti að við þurfum að vera klára. En 99,9% dugar ekki á móti liði eins og ÍR sem er ótrúlega gott og spiluðu vel. Við náum aldrei okkar leik almennilega.“ Aðspurður hvort að strákarnir hafi vanmetið ÍR-ingana sagði Gunnar þetta: „Ég held að það séu mín fyrstu viðbrögð en að sama skapi þá held ég að ÍR-liðið hafi spilað töluvert betur í kvöld en þeir hafa gert síðustu leiki. Við vorum ekki 100% klárir í þetta og það er erfitt að keyra sig í gang þegar að leikurinn er byrjaður. Þeir keyrðu mikið á okkur í byrjun og við lendum einu undir í fyrri hálfleik og erum undir nánast undir allan leikinn. Eins og ég segi þá náum við ekki sama orkustiginu og auðvitað er þetta eitthvað vanmat svo eru menn að reyna kveikja á sér og það dugar ekki.“ Þrátt fyrir að vera svekktur með frammistöðuna heilt yfir sagði Gunnar það jákvætt hvernig strákarnir tóku við sér á síðustu mínútum leiksins. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af, við tökum það jákvæða, það er langt síðan við töpuðum og við náum í þetta stig. Þroskamerki á síðustu sekúndunum, síðustu tvær sóknirnar voru vel framkvæmdar hjá okkur og síðustu fimm sekúndurnar gerir Blær frábærlega og við náum í stigið. Það er ákveðið þroskamerki og jákvætt en við þurfum að læra af þessum. Það dugar ekki að mæta svona til leiks.“ Gunnar segir strákana þurfa að læra af þessum leik og að þeir muni koma sterkari til leiks í næstu umferð en þá mæta þeir Selfyssingum á heimavelli. „Við höldum áfram, við tökum eitt stig núna og virðum stigið. Við hefðum auðveldlega getað tapað þessu þannig það er kannski að taka það jákvæða. Við förum yfir þennan leik í vikunni og lærum af honum, það er það sem að mér finnst mikilvægast. Þetta er ekki ásættanlegt að koma með svona frammistöðu og það verður til þess að við lærum af þessu og komum sterkari í næstu leiki.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Handbolti Tengdar fréttir „Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 14. nóvember 2022 22:00
ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 jafntefli því niðurstaðan. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Afturelding kom sér inn í leikinn eftir um fimm mínútur og náðu tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin voru ÍR-ingar sestir aftur við stýrið og leiddu með einu um stund. Það var mikil barátta í ÍR-liðinu í kvöldVísir: Vilhelm Þegar um fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks leiddu ÍR-ingar með þremur mörkum, 15-12. Þá tók Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leikhlé og reyndi að kveikja neista hjá sínum mönnum. Afturelding minnkaði muninn en ÍR-ingar leiddu með einu marki 17-16 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. ÍR-ingar mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik og héldu eins til tveggja marka forystu þar til um stundarfjórðungur var eftir. Þá jafnaði Afturelding leikinn og kom sér yfir 24-25. ÍR-ingar náðu forystu aftur en misstu leikinn frá sér á síðustu mínútunum. Þegar fimm sekúndur voru eftir tók Gunnar Magnússon aftur leikhlé og stillti upp í lokasóknina sem tryggði Aftureldingu stigið, lokatölur 31-31. Afhverju varð jafntefli? Það var algjörlega lokasóknin hjá Aftureldingu. ÍR-ingar búnir að vera með forystu bróðurpart leiksins en Róbert Snær fékk á sig tveggja mínútna brottvísun og Afturelding gat stillt upp í sjö á fimm. Gunnar Magnússon, tók leikhlé og náði að stilla upp lokasókninni og Igor tryggði þeim stigið. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Freyr Guðmundsson var frábær í liði ÍR með tíu mörk. Viktor Sigurðsson var með sex mörk. Varnarleikur ÍR var mjög góður, spiluðu 5-1 vörn sem virðist vera að smella hjá þeim og klókir að detta niður í 6-0 þegar þurfti. Arnar Freyr var frábær í kvöldVísir: Vilhelm Hjá Aftureldingu voru Blær Hinriksson, Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestir, allir með sex mörk. Hvað gekk illa? Það virtist vera hálfgert vanmat hjá Aftureldingu. Þeir hafa unnið síðustu fimm leiki en frammistaðan í kvöld var langt frá því að vera sú besta. Það var mjög klaufalegt hjá ÍR að missa leikinn frá sér þar sem þeir voru grátlega nálægt því að sækja langþráð þrjú stig. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik mánudaginn 21. nóvember kl 19:30. ÍR-ingar sækja FH heim og Afturelding tekur á móti Selfyssingum. Gunnar Magnússon: „Við vorum ekki 100% klárir í þetta“ Gunnar Magnússon, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöldVísir: Vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir jafntefli á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Afturelding var undir nánast allan leikinn en klókindi á síðustu mínútum tryggði þeim stigið. „Hrós á ÍR-ingana, þeir voru frábærir í kvöld og spiluðu ótrúlega vel. Þannig bara hrós á þá, þeir voru virkilega góðir. Að sama skapi þá er ég ekki ánægður með mína menn. Við náum ekki sama orkustigi núna í þennan leik og í varnarleikinn sem hefur verið upp á síðkastið og ég veit ekki afhverju. Þetta er eilífðar barátta sem þjálfari að menn viti að við þurfum að vera klára. En 99,9% dugar ekki á móti liði eins og ÍR sem er ótrúlega gott og spiluðu vel. Við náum aldrei okkar leik almennilega.“ Aðspurður hvort að strákarnir hafi vanmetið ÍR-ingana sagði Gunnar þetta: „Ég held að það séu mín fyrstu viðbrögð en að sama skapi þá held ég að ÍR-liðið hafi spilað töluvert betur í kvöld en þeir hafa gert síðustu leiki. Við vorum ekki 100% klárir í þetta og það er erfitt að keyra sig í gang þegar að leikurinn er byrjaður. Þeir keyrðu mikið á okkur í byrjun og við lendum einu undir í fyrri hálfleik og erum undir nánast undir allan leikinn. Eins og ég segi þá náum við ekki sama orkustiginu og auðvitað er þetta eitthvað vanmat svo eru menn að reyna kveikja á sér og það dugar ekki.“ Þrátt fyrir að vera svekktur með frammistöðuna heilt yfir sagði Gunnar það jákvætt hvernig strákarnir tóku við sér á síðustu mínútum leiksins. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af, við tökum það jákvæða, það er langt síðan við töpuðum og við náum í þetta stig. Þroskamerki á síðustu sekúndunum, síðustu tvær sóknirnar voru vel framkvæmdar hjá okkur og síðustu fimm sekúndurnar gerir Blær frábærlega og við náum í stigið. Það er ákveðið þroskamerki og jákvætt en við þurfum að læra af þessum. Það dugar ekki að mæta svona til leiks.“ Gunnar segir strákana þurfa að læra af þessum leik og að þeir muni koma sterkari til leiks í næstu umferð en þá mæta þeir Selfyssingum á heimavelli. „Við höldum áfram, við tökum eitt stig núna og virðum stigið. Við hefðum auðveldlega getað tapað þessu þannig það er kannski að taka það jákvæða. Við förum yfir þennan leik í vikunni og lærum af honum, það er það sem að mér finnst mikilvægast. Þetta er ekki ásættanlegt að koma með svona frammistöðu og það verður til þess að við lærum af þessu og komum sterkari í næstu leiki.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Handbolti Tengdar fréttir „Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 14. nóvember 2022 22:00
„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 14. nóvember 2022 22:00