Samkvæmt Variety er auglýsingin góð leið fyrir leikarann að sýna á sér aðrar hliðar eftir að hann kvaddi James Bond hlutverkið fyrir fullt og allt. Miðillinn tengdi upphafsatriði auglýsingarinnar, þar sem hann birtist alvörugefinn og í hvítum jakkafötum, við hlutverkið sem hann gengur svo brosandi frá.
Í auglýsingunni hljómar lag frá Ritu Ora og Griggs sem samið var fyrir verkefnið. Tónlistarkonan Rita Ora og leikstjórinn Taika Waititi eru par og er jafnvel talið að þau séu búin að gifta sig á laun. Leikarinn er glettinn þar sem hann hreyfir sig í takt við tónlistina.
Auglýsingin hefur hlotið mikið lof á Youtube og segir einn notandinn: „Þetta er besta vodkaauglýsing í sögu vodkaauglýsinga.“
Hér að neðan má sjá Daniel Craig sýna danstaktana: