Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur verið að fjalla um skýrsluna, fáum fyrstu viðbrögð frá þeim og heyrum í stjórnarandstöðunni.

Þá heyrum við sögu af ótrúlegri hetjudáð sem enginn má missa af. Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi stórkostlega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Allt um þetta í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við lögreglu um mótorhjólagengi og skipulagða glæpastarfsemi eftir að Hell‘s Angels meðlimum var vísað frá frá landinu um helgina, verðum í beinni með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræður sem hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og kíkjum í skemmtilegan leikfimitíma hjá eldri borgurum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×