Innlent

Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vinnubrögð umsjónaraðila söluferlisins á hlut ríkisins í bankanum eru til skoðunar hjá fjármálaeftirlitinu.
Vinnubrögð umsjónaraðila söluferlisins á hlut ríkisins í bankanum eru til skoðunar hjá fjármálaeftirlitinu. Stöð 2/Sigurjón

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins en í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um bankasöluna er bent á að skýrsluhöfundar hafi ekki rannsakað og lagt mat á hvort vinnubrögð umsjónaraðila söluferlisins hafi verið í samræmi við lög, það sé á könnu Fjármálaeftirlitsins.

Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan hálftvö og fyrir utan liðinn „störf þingsins“ er aðeins eitt má á dagskrá. Það er sérstök umræða um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Málshefjandi er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og til andsvara er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.


Tengdar fréttir

Á­byrgð banka­sölu­ráð­herra

Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni.

Hefðu ekki náð öllum mark­miðum sölunnar á hærra verði

Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×