Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo eru liðsfélagar bæði í Portúgal og Manchester United. Getty/David S. Bustamante Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea. Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira