Vinur Jay Leno gæti hafa bjargað lífi hans um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 10:00 Jay Leno hlaut alvarleg brunasár á andliti. Getty/Roy Rochlin Bandaríski þáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno slasaðist alvarlega í bruna um helgina. Hann er með þriðja stigs brunasár á andliti en snör viðbrögð vinar hans sáu til þess að ekki fór verr. Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein