Styrkleikar eru öflugt verkfæri Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 17. nóvember 2022 08:00 Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ingrid Kuhlman Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Með hraðri framþróun tækninnar og auknu áreiti frá samfélagsmiðlum hefur andlegt álag á börn og unglinga aukist töluvert. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að vinna með sjálfsmynd barna þannig að þau eigi auðveldara með að blómstra í lífinu. Gott er að auka skilning barns á eigin sjálfsmynd, hvað það er sem hefur áhrif á hana og í hvaða aðstæðum hún er jákvæð og neikvæð. Sjálfsmyndina er nefnilega hægt að vinna með og efla á hverjum einasta degi eins og hvern annan vöðva líkamans. Komum auga á styrkleika barnsins Þegar unnið er með sjálfsmynd barna eru styrkleikar afar mikilvægt verkfæri því öll búum við yfir styrkleikum. Börn fæðast með ákveðna hæfileika sem æskilegt er að koma auga á sem fyrst. Þessa hæfileika þarf að ýta undir og æfa. Eftir því sem barn þroskast og eldist geta hæfileikarnir þróast yfir í styrkleika. Það fara mikil verðmæti til spillis þegar barn gerir sér ekki grein fyrir styrkleikum sínum og hæfileikum eða hefur ekki sjálfstraust til að nýta þá. Því miður er það oft raunin hjá börnum með greiningar þar sem helsta áherslan er lögð á það sem vinna þarf með, styrkleikar þeirra eiga þá til að gleymast. Barn sem þekkir styrkleika sína tekst frekar á við krefjandi verkefni vegna þess að það treystir sér og veit hvaða kröfur það getur gert til sín. Það áttar sig betur á því hvað skiptir það raunverulega máli og hvað það er sem eykur á hamingju þess og gleði. Hvar liggja styrkleikarnir? Styrkleikar tengjast ekki bara námi, íþróttum eða tómstundum heldur geta þetta verið atriði eins og að vera skipulagður, umhyggjusamur, þrautseigur, hjálpsamur, jákvæður, góður vinur o.s.frv. Til að hjálpa barni að koma auga á styrkleika sína getum við spurt: Hvað finnst þér gaman að gera? Í hverju ertu góð/ur? Hvað gerir þig einstaka/n? Hvenær líður þér best? Hvað gefur þér mesta orku? Af hverju ertu stoltust/stoltastur í eigin fari? Hvernig myndu systkini eða vinir lýsa þér? Fyrir hvað er þér oft hrósað? Þegar barn er búið að átta sig á styrkleikum sínum er tilvalið að útbúa lista yfir þá og hafa hann uppi við alla daga til að minna barnið á hvar styrkleikar þess liggja. Með yngri börnum getur verið gott að gera styrkleikafingur. Þeir eru gerðir með því að teikna útlínur af fingrum og lófa barnsins á blað. Inni í lófann er nafn barnsins skrifað og á hvern fingur styrkleiki sem barnið býr yfir. Með þessu móti lærir barnið að þekkja að minnsta kosti fimm styrkleika í eigin fari. Hægt er að snúa blaðinu við og taka höndina í gegn til að bæta við öðrum fimm styrkleikum. Styrkleikaæfingar eru frábært mótvægi við snjalltæki Gott er að hvetja barnið til að gefa sér tíma á hverjum degi til að sinna styrkleikum sínum. Ef það á erfitt með að finna stund fyrir styrkleikaæfingar getur verið gott að nota þær sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fær barnið afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki. Barnið notar síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum og þjálfar sig betur í honum. Það getur einnig verið gagnlegt að taka styrkleikaumræðu við matarborðið þegar fjölskyldumeðlimir sitja saman en þá nefnir allir einn styrkleika í eigin fari. Síðan er hægt að fara aðra umferð þar sem hver og einn nefnir styrkleika í fari annars fjölskyldumeðlims. Því oftar sem barn nýtir styrkleika sína þeim mun öflugri verða þeir. Við það upplifir barnið gleði og aukna orku. Á þeim tímapunkti er það ekki bara að auka vellíðan sína heldur líka að efla sjálfsmyndina. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun