Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 12:54 Rósa er læknir, hestakona og hrossaræktandi. „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira