Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 11:26 Í svörum ráðherra segir að engin vinna hafi átt sér stað í ráðuneytinu varðandi dánaraðstoð eftir að skýrsla var unnin fyrir Alþingi árið 2020. Stöð 2/Egill Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði meðal annars að því hver afstaða ráðherra væri til dánaraðstoðar en í svörunum er meðal annars vísað í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um dánaraðstoð, sem var lögð fyrir Alþingi í september árið 2020. „Með skýrslunni var leitast við að draga saman upplýsingar um málefnið og setja þær fram á hlutlausan hátt. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort dánaraðstoð eigi að leyfa og þá hvaða heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um slíka aðstoð,“ segir í svörum ráðherra. Þar er rakið hvernig dánaraðstoð flokkast gróflega í fjóra flokka; líknarmeðferð, óbeina dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og beina dánaraðstoð eða líknardráp. Líknarmeðferð og óbein dánaraðstoð séu þegar heimilar á Íslandi og löglegar í flestum löndum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg og bein dánaraðstoð séu heimilar í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Kanada og læknisaðstoð við sjálfsvíg í Finnlandi og Sviss. Í svarinu er vitnað í fyrrnefnda skýrslu þar sem segir að umræða um dánaraðstoð sé skammt á veg komin á Íslandi þótt hún hefði aukist síðustu misseri. „Haldnir hefðu verið fundir og málþing um efnið og kannanir gerðar á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Aftur á móti þyrfti að gera mun viðameiri kannanir á afstöðu fleiri aðila eftir að fræðsla og umræða hefði átt sér stað og þekking aukist,“ segir í svörum ráðherra um niðurstöður skýrsluhöfunda. Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00 Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði meðal annars að því hver afstaða ráðherra væri til dánaraðstoðar en í svörunum er meðal annars vísað í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um dánaraðstoð, sem var lögð fyrir Alþingi í september árið 2020. „Með skýrslunni var leitast við að draga saman upplýsingar um málefnið og setja þær fram á hlutlausan hátt. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort dánaraðstoð eigi að leyfa og þá hvaða heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um slíka aðstoð,“ segir í svörum ráðherra. Þar er rakið hvernig dánaraðstoð flokkast gróflega í fjóra flokka; líknarmeðferð, óbeina dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og beina dánaraðstoð eða líknardráp. Líknarmeðferð og óbein dánaraðstoð séu þegar heimilar á Íslandi og löglegar í flestum löndum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg og bein dánaraðstoð séu heimilar í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Kanada og læknisaðstoð við sjálfsvíg í Finnlandi og Sviss. Í svarinu er vitnað í fyrrnefnda skýrslu þar sem segir að umræða um dánaraðstoð sé skammt á veg komin á Íslandi þótt hún hefði aukist síðustu misseri. „Haldnir hefðu verið fundir og málþing um efnið og kannanir gerðar á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Aftur á móti þyrfti að gera mun viðameiri kannanir á afstöðu fleiri aðila eftir að fræðsla og umræða hefði átt sér stað og þekking aukist,“ segir í svörum ráðherra um niðurstöður skýrsluhöfunda. Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga.
Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00 Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21
Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31