Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 11:26 Í svörum ráðherra segir að engin vinna hafi átt sér stað í ráðuneytinu varðandi dánaraðstoð eftir að skýrsla var unnin fyrir Alþingi árið 2020. Stöð 2/Egill Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði meðal annars að því hver afstaða ráðherra væri til dánaraðstoðar en í svörunum er meðal annars vísað í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um dánaraðstoð, sem var lögð fyrir Alþingi í september árið 2020. „Með skýrslunni var leitast við að draga saman upplýsingar um málefnið og setja þær fram á hlutlausan hátt. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort dánaraðstoð eigi að leyfa og þá hvaða heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um slíka aðstoð,“ segir í svörum ráðherra. Þar er rakið hvernig dánaraðstoð flokkast gróflega í fjóra flokka; líknarmeðferð, óbeina dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og beina dánaraðstoð eða líknardráp. Líknarmeðferð og óbein dánaraðstoð séu þegar heimilar á Íslandi og löglegar í flestum löndum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg og bein dánaraðstoð séu heimilar í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Kanada og læknisaðstoð við sjálfsvíg í Finnlandi og Sviss. Í svarinu er vitnað í fyrrnefnda skýrslu þar sem segir að umræða um dánaraðstoð sé skammt á veg komin á Íslandi þótt hún hefði aukist síðustu misseri. „Haldnir hefðu verið fundir og málþing um efnið og kannanir gerðar á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Aftur á móti þyrfti að gera mun viðameiri kannanir á afstöðu fleiri aðila eftir að fræðsla og umræða hefði átt sér stað og þekking aukist,“ segir í svörum ráðherra um niðurstöður skýrsluhöfunda. Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00 Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Bryndís spurði meðal annars að því hver afstaða ráðherra væri til dánaraðstoðar en í svörunum er meðal annars vísað í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um dánaraðstoð, sem var lögð fyrir Alþingi í september árið 2020. „Með skýrslunni var leitast við að draga saman upplýsingar um málefnið og setja þær fram á hlutlausan hátt. Í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort dánaraðstoð eigi að leyfa og þá hvaða heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um slíka aðstoð,“ segir í svörum ráðherra. Þar er rakið hvernig dánaraðstoð flokkast gróflega í fjóra flokka; líknarmeðferð, óbeina dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og beina dánaraðstoð eða líknardráp. Líknarmeðferð og óbein dánaraðstoð séu þegar heimilar á Íslandi og löglegar í flestum löndum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg og bein dánaraðstoð séu heimilar í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Kanada og læknisaðstoð við sjálfsvíg í Finnlandi og Sviss. Í svarinu er vitnað í fyrrnefnda skýrslu þar sem segir að umræða um dánaraðstoð sé skammt á veg komin á Íslandi þótt hún hefði aukist síðustu misseri. „Haldnir hefðu verið fundir og málþing um efnið og kannanir gerðar á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Aftur á móti þyrfti að gera mun viðameiri kannanir á afstöðu fleiri aðila eftir að fræðsla og umræða hefði átt sér stað og þekking aukist,“ segir í svörum ráðherra um niðurstöður skýrsluhöfunda. Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga.
Í svörum ráðherra segir að dánaraðstoð skiptist gróflega í fjóra flokka: Líknarmeðferð (e. palliative care). - Unnt er að beita henni einni og sér eða samhliða sjúkdómsmeðferð sem er lífslengjandi. - Hefur það markmið að lina þjáningar og bæta lífsgæði sjúklings sem greinst hefur með alvarlegan lífsógnandi eða langvinnan sjúkdóm. Óbein dánaraðstoð (e. passive euthanasia). - Felst í meðvituðu athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans. - Undir óbeina dánaraðstoð fellur sá verknaður þegar lífsnauðsynlegri meðferð sjúklings er hætt eða sleppt án þess að láta sjúkling þjást. - Réttur lögráða einstaklings til að hafna eða hætta læknismeðferð er almennt viðurkenndur sem einn grundvallarþáttur sjálfsákvörðunarréttar hans. Markmið óbeinnar dánaraðstoðar er því ekki að valda dauða sjúklings heldur að fara að vilja hans og leyfa dauðanum að hafa sinn gang. Ef vilji sjúklings liggur ekki fyrir er farið eftir ákveðnum ferlum. Læknisaðstoð við sjálfsvíg (e. physician-assisted suicide). - Felst í aðstoð læknis við að útvega sjúklingi efni og/eða tól sem sjúklingurinn notar sjálfur til að binda enda á líf sitt. Bein dánaraðstoð eða líknardráp (e. active euthanasia, euthanasia). - Felst í því að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður gefur sjúklingi efni í þeim tilgangi að binda enda á þjáningu hans og ævidaga.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21 Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00 Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Sjá meira
Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 15. október 2022 12:21
Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. 7. júní 2021 08:00
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. 24. mars 2021 15:31