Guðmundur annar í sögunni til að ná inn á Evrópumótaröðina Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 14:24 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Getty/Angel Martinez Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GKG, náði frábærum áfanga á Spáni í dag þegar hann tryggði sig inn á Evrópumótaröðina í golfi eftir sex daga lokaúrtökumót. Guðmundur Ágúst þurfti að ná að verða á meðal 25 efstu á lokaúrtökumótinu til að komast inn á sterkustu mótaröð Evrópu. Hann var í góðri stöðu fyrir lokahringinn í dag, í 16.-19. sæti, og er í 19.-22. sæti þegar þetta er skrifað á samtals -18 höggum eftir sex hringi. Ljóst er að Guðmundur endar ekki neðar en í 22. sæti og hann er því kominn inn á Evrópumótaröðina, sem kölluð er DP World Tour. Aðeins einn Íslendingur hafði áður komist í gegnum lokaúrtökumótið og inn á Evrópumótaröðina en það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Þetta var í annað sinn sem að Guðmundur Ágúst kemst inn á lokaúrtökumótið en árið 2019 komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnishringinn. Bjarki Pétursson úr GKG komst einnig á lokaúrtökumótið en féll úr keppni eftir fjóra hringi. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðmundur Ágúst þurfti að ná að verða á meðal 25 efstu á lokaúrtökumótinu til að komast inn á sterkustu mótaröð Evrópu. Hann var í góðri stöðu fyrir lokahringinn í dag, í 16.-19. sæti, og er í 19.-22. sæti þegar þetta er skrifað á samtals -18 höggum eftir sex hringi. Ljóst er að Guðmundur endar ekki neðar en í 22. sæti og hann er því kominn inn á Evrópumótaröðina, sem kölluð er DP World Tour. Aðeins einn Íslendingur hafði áður komist í gegnum lokaúrtökumótið og inn á Evrópumótaröðina en það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Þetta var í annað sinn sem að Guðmundur Ágúst kemst inn á lokaúrtökumótið en árið 2019 komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnishringinn. Bjarki Pétursson úr GKG komst einnig á lokaúrtökumótið en féll úr keppni eftir fjóra hringi.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira