„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:15 Alexandra Briem formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Vísir/Arnar Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“ Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“
Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53