Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 16:03 Konur ganga framhjá varðturni sem búið er að koma fjarstýrðum byssum fyrir á. AP/Mahmoud Illean Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Sjá meira
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52