Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:00 Þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem voru beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti segja greinargerð um starfsemina ekki taka á öllum þáttum. Þær komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara yfir vankanta hennar. Þá leggja þær til að sambærileg heimili verði rannsökuð vegna vísbendinga um að ofbeldi hafi líka átt sér stað þar. Vísir/Vilhelm Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30
Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46