Fótbolti

Orri Steinn tryggði U-19 ára landsliðinu sigur í undankeppni EM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmark Íslands gegn Skotum.
Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmark Íslands gegn Skotum. vísir/Arnar

U-19 ára landslið karla í knattspyrnu vann í kvöld góðan sigur á Skotum í fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleiknum.

Evrópumót U-19 ára landsliði fer fram á Möltu næsta sumar en átta lið komast í lokakeppnina. Leikur Íslands í kvöld gegn Skotum var fyrsti leikurinn í undankeppninni en Ísland er einnig í riðli með Frakklandi og Kasakstan.

Leikið var í Glasgow í kvöld og var það Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK í Kaupmanahöfn, sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleiknum. Hann fékk þá sendingu í gegnum vörn Skota, var einn gegn markverðinum hægra megin í teignum og kláraði færið frábærlega með skoti upp í þaknetið.

1-0 urðu lokatölur en Ísland mætir Frökkum á laugardag en þeir unnu 7-0 stórsigur á Kasakstan í dag. Tvær þjóðir komast áfram í næstu umferð undankeppninnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×