Fjórir voru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á árásinni. Flauginni var skotið frá akri í Donbas-héraði í Úkraínu en tveir af þeim sakfelldu eru Rússar sem bjuggu á svæðinu, þar á meðal Igor Girkin, fyrrverandi varnarmálaráðherra sjálfstjórnarsvæðisins Alþýðulýðveldisins Donetsk. Þriðji karlmaðurinn er Úkraínumaðurinn Leonid Kharchenko sem leiddi herdeild málaliða í Donetsk sem tengjast Rússlandi. Hinn Rússinn, Sergey Dubinsky, var yfirmaður Kharchenko.
Ólíklegt er að mennirnir þrír muni sitja inni fyrir glæp sinn. Enginn af þeim var viðstaddur við dómsuppkvaðningu og hefur enginn þeirra verið handtekinn.
Alþjóðlegt rannsóknarteymi hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að skotið hafi verið á vélina með rússnesku flugskeyti. Flugvélin var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr í Malasíu þegar hún var skotin niður.