Bjarki með fjögur mörk þegar Veszprem skoraði fimmtíu í einum leik Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:34 Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprem skoruðu 50 mörk gegn Ferencvaros í ungversku deildinni í dag. Veszprem Leikur Telekom Veszprem og Ferencvaros TC í ungversku deildinni í handknattleik í dag fer líklega í einhverjar sögubækur. Veszprem vann þar 50-40 sigur í ótrúlegum markaleik. Bjarki Már Elísson gekk til liðs við Veszprem í sumar og hefur farið vel af stað með liðinu sem hefur verið eitt af sterkustu liðum ungversku deildarinnar í fjöldamörg ár. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar öll ár síðan 1984 og unnið fjölmarga meistaratitla, þó þeir hafi þurft að sætta sig við silfurverðlaun í deildinni síðustu tvö árin. Leikurinn í kvöld var ótrúleg markaveisla. Fyrir leikinn var Veszprem jafnt Pick Szeged á toppi deildarinnar en Ferencvaros í sjötta sætinu. Ferencvaros er með Val í riðli í Evrópudeildinni en Valsmenn unnu einmitt frækinn sigur á liðinu í viðureign þeirra á Hlíðarenda á dögunum. pic.twitter.com/ODcJcRco7w— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) November 17, 2022 Eftir fyrri hálfleikinn í kvöld var staðan 25-21 fyrir Veszprem, tölur sem engum myndi bregða að sjá í lok handboltaleiks. Markaflóðið hélt hins vegar áfram í síðari hálfleik og að lokum hafði Veszprem skorað fimmtíu mörk gegn fjörtíu mörkum Ferencvaros. Eins og flestir vita er handboltaleikur sextíu mínútur og að meðaltali skoruðu leikmenn því eitt og hálft mark á mínútu í kvöld sem er ótrúleg tölfræði. Í ungverskum miðlum kemur fram að aldrei hafi verið skoruð jafn mörg mörk í einum leik í ungversku deildinni. Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Veszprem í leiknum en Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur hjá liðinu með ellefu mörk. Ungverski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Bjarki Már Elísson gekk til liðs við Veszprem í sumar og hefur farið vel af stað með liðinu sem hefur verið eitt af sterkustu liðum ungversku deildarinnar í fjöldamörg ár. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar öll ár síðan 1984 og unnið fjölmarga meistaratitla, þó þeir hafi þurft að sætta sig við silfurverðlaun í deildinni síðustu tvö árin. Leikurinn í kvöld var ótrúleg markaveisla. Fyrir leikinn var Veszprem jafnt Pick Szeged á toppi deildarinnar en Ferencvaros í sjötta sætinu. Ferencvaros er með Val í riðli í Evrópudeildinni en Valsmenn unnu einmitt frækinn sigur á liðinu í viðureign þeirra á Hlíðarenda á dögunum. pic.twitter.com/ODcJcRco7w— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) November 17, 2022 Eftir fyrri hálfleikinn í kvöld var staðan 25-21 fyrir Veszprem, tölur sem engum myndi bregða að sjá í lok handboltaleiks. Markaflóðið hélt hins vegar áfram í síðari hálfleik og að lokum hafði Veszprem skorað fimmtíu mörk gegn fjörtíu mörkum Ferencvaros. Eins og flestir vita er handboltaleikur sextíu mínútur og að meðaltali skoruðu leikmenn því eitt og hálft mark á mínútu í kvöld sem er ótrúleg tölfræði. Í ungverskum miðlum kemur fram að aldrei hafi verið skoruð jafn mörg mörk í einum leik í ungversku deildinni. Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Veszprem í leiknum en Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur hjá liðinu með ellefu mörk.
Ungverski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira