Verstappen ósáttur með meðferð fjölmiðla eftir atvikið í Brasilíu og segir skrif þeirra ógeðsleg Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:30 Max Verstappen og Sergio Perez ræða málin fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Vísir/Getty Max Verstappen er síður en svo sáttur með meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Verstappen hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að hleypa liðsfélaga sínum fram úr í lok Formúlu 1 kappakstursins í Brasilíu. Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira