Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 21:00 Vesturbær Reykjavíkur Vísir/Egill Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í tilkynningu póstsins kemur fram að á síðustu árum hafi póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum. Frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 75% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur kapp á að aðlagast hratt og örugglega breyttu landslagi og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Viðskiptavinir gera auknar kröfur um sveigjanleika og einfaldar sjálfsafgreiðslulausnir svo verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er mikið lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Pósturinn hefur brugðist við þessum kröfum með nýjungum á borð við póstbox. „Þau hafa alveg slegið í gegn, enda er þar bæði hægt að sækja og senda, hvenær sem viðskiptavinum hentar. Nú eru okkar ánægðustu viðskiptavinir einmitt þeir sem nota póstbox,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa og bætir við að þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá Póstinum hafi líka notið góðs af þessari nýbreytni og fyrirtækjaþjónustan verður sífellt vinsælli. Þá kemur fram að Pósturinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir í takt við nýjar áherslur. Auk póstboxa munu bréfberar halda áfram að sjá um dreifingu. Þeir sem það kjósa geta svo að sjálfsögðu óskað eftir heimsendingu. Viðskiptavinir geta notað Póst-appið eða skráð sig á Mínar síður á vef Póstsins með einföldum hætti. Þar er líka hægt að velja afhendingarmáta og skrá sig í sjálfvirkar greiðslur. Með þessu móti má draga úr sendingarkostnaði, stytta biðina og laga þjónustuna að sínum þörfum. Nánari upplýsingar um breytingar póstþjónustu í Vesturbænum má finna hér
Pósturinn Reykjavík Tengdar fréttir Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. 22. september 2022 10:23