Fótbolti

Stórsigur hjá Portúgal í generalprufunni fyrir HM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bruno Fernandes skorar úr vítaspyrnu í leiknum í kvöld.
Bruno Fernandes skorar úr vítaspyrnu í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Portúgal vann stórsigur á Nígeríu í síðasta leik sínum áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Cristiano Ronaldo lék ekki með Portúgal í kvöld vegna veikinda.

Portúgal er í riðli með Gana, Úrugvæ og Suður-Kóreu á HM og hefja leik eftir viku. Nígería verður ekki með á mótinu að þessu sinni en hafa engu að síður á að skipa sterku liði.

Það var samt Portúgal sem sýndi mátt sinn og megin í kvöld. 

Bruno Fernandes skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það fyrra eftir sendingu frá liðsfélaga sínum Diogo Dalot og það síðara úr vítaspyrnu.

Portúgal notaði marga leikmenn í leiknum og gerði fjórar breytingar í hálfleik og tvær aðrar í síðari hálfleiknum. Þeir bættu við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Goncalo Ramos og Joao Mario skoruðu og tryggðu öruggan 4-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×