Fótbolti

Myndaveisla frá sigri U-21 árs landsliðsins í Skotlandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristall Máni fagnar marki.
Kristall Máni fagnar marki. Vísir/Hulda Margrét

U-21 árs landslið Íslands vann góðan sigur á Skotum í vináttulandsleik í Motherwell í kvöld. Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og hér má sjá fjölmargar myndir sem hún tók í leiknum í kvöld.

Róbert Orri Þorkelsson var fyrirliði íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét
Kristall Máni með fjóra varnarmenn á eftir sér.Vísir/Hulda Margrét
Markvörður Skota grípur hér inn í fyrirgjöf en Róbert Orri Þorkelsson og Andri Fannar Baldursson horfa á.Vísir/Hulda Margrét
Valgeir Valgeirsson kastar boltanum inn.Vísir/Hulda Margrét
Ari Sigurpálsson bíður eftir að markvörður Skota losi sig við boltann.Vísir/Hulda Margrét
Kristall Máni skýtur að marki en leikmenn Skota horfa á.Vísir/Hulda Margrét
Daníel Dejan Djuric klár í að taka aukaspyrnu í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Ari Sigurpálsson í baráttu um boltann.Vísir/Hulda Margrét
Daníel Djuric skýlir boltanum fyrir leikmanni Skota.Vísir/Hulda Margrét
Íslendingar fagna fyrra marki Kristals Inga í dag.Vísir/Hulda Margrét
Íslendingar fagna marki.Vísir/Hulda Margrét
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari íslenska liðsins og gefur hér skipanir á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Klafs í teig Skota.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×