Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2022 15:01 Samuel Eto'o spáir því að Kamerúnar verði með HM-styttuna í sinni vörslu næstu fjögur árin. getty/Mohamed Farag Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01