Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2022 15:01 Samuel Eto'o spáir því að Kamerúnar verði með HM-styttuna í sinni vörslu næstu fjögur árin. getty/Mohamed Farag Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01