Innlent

Tesla Model S með fimm stjörnur í NCAP

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model S.
Tesla Model S.

Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Innra rými í uppfærðum Model S.

Helstu niðurstöður Model S voru eftirfarandi:

  • 98% einkunn í öryggisaðstoð ökutækis.
  • 91% einkunn í vernd fyrir börn.
  • 94% einkunn í vernd fyrir fullorðna einstaklinga.
  • Hæsta einkunn sem gefin er fyrir ákomu utanaðkomandi hlutar á ökutækið.
  • Hæsta einkunn sem gefin er fyrir björgun bílsins eftir slys, og útkomu eftir að slys hefur átt sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×