Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 11:31 Elliði er gríðarlega ánægður með Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar. Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, ræddi við Elliða Snæ í vikunni þar sem hann ræddi meðal annars um Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Samningur Elliða hjá Gummersbach var fram á næsta sumar en hann hefur nú verið framlendur um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Elliði Snær hrósar Guðjóni Val í hástert í viðtalinu og segir að hann verði alltaf betri og betri í þjálfarastarfinu. „Þetta var náttúrulega fyrsta þjálfaragiggið hans og það kom mér mjög á óvart hvað hann var kominn langt sem þjálfari og hann er bara orðinn betri. Manni líður mjög vel þegar maður fer inn í leiki.“ „Hann er kominn ótrúlega langt miðað við að vera kominn með þrjú ár undir beltið, það er náttúrlega endalaust af reynslu sem telur inn í þetta. Manni líður ótrúlega vel með hann sem þjálfara og það er gott að læra af honum.“ Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðinu upp í efstu deild síðasta vor. Eins og flestir vita þá á Guðjón Valur að baki glæstan feril í þýska boltanum og Elliði segir að mikil virðing sem borin fyrir honum í Þýskalandi. „Fyrsta árið þá sá maður hvað er þvílík virðing borin fyrir honum alls staðar í handboltaheiminum. Þegar hann er að koma inn sem nýr þjálfari þá hjálpar það honum að komast inn í þetta. Hann getur sett sig miklu betur í spor leikmanna heldur en þjálfara sem ekki hafa verið að spila.“ Hægt er að sjá viðtal Svövu Kristínar við Elliða Snæ hér fyrir neðan. Klippa: Elliði Snær um Guðjón Val Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02 Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, ræddi við Elliða Snæ í vikunni þar sem hann ræddi meðal annars um Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach. Samningur Elliða hjá Gummersbach var fram á næsta sumar en hann hefur nú verið framlendur um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Elliði Snær hrósar Guðjóni Val í hástert í viðtalinu og segir að hann verði alltaf betri og betri í þjálfarastarfinu. „Þetta var náttúrulega fyrsta þjálfaragiggið hans og það kom mér mjög á óvart hvað hann var kominn langt sem þjálfari og hann er bara orðinn betri. Manni líður mjög vel þegar maður fer inn í leiki.“ „Hann er kominn ótrúlega langt miðað við að vera kominn með þrjú ár undir beltið, það er náttúrlega endalaust af reynslu sem telur inn í þetta. Manni líður ótrúlega vel með hann sem þjálfara og það er gott að læra af honum.“ Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðinu upp í efstu deild síðasta vor. Eins og flestir vita þá á Guðjón Valur að baki glæstan feril í þýska boltanum og Elliði segir að mikil virðing sem borin fyrir honum í Þýskalandi. „Fyrsta árið þá sá maður hvað er þvílík virðing borin fyrir honum alls staðar í handboltaheiminum. Þegar hann er að koma inn sem nýr þjálfari þá hjálpar það honum að komast inn í þetta. Hann getur sett sig miklu betur í spor leikmanna heldur en þjálfara sem ekki hafa verið að spila.“ Hægt er að sjá viðtal Svövu Kristínar við Elliða Snæ hér fyrir neðan. Klippa: Elliði Snær um Guðjón Val
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02 Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sjá meira
Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. 17. nóvember 2022 12:02
Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18. nóvember 2022 08:30