Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 12:31 Ítalir sjást hér fagna Evrópumeistaratitlinum á síðasta ári eftir að Saka mistókst að skora úr síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira